#83 - Hausmynd

#83

Leita í fréttum mbl.is

Reykjavík - Schiphol - Delft

Já það gekk bara ótrúlega vel að vakna. Reyndar var búið að segja okkur það væri á okkar ábyrgð að vera tilbúin þegar við ætluðum að fara kortér í fimm af stað til Keflavíkur. Það vildi enginn taka séns á því að missa kannski af flugvélinni. :P Það tók töluverðan tíma að innrita alla en allt hafðist þetta nú að lokum. Grin

Við lentum á Schiphol flugvelli um eitt að hollenskum tíma. Fyrst þurftum við að bíða heillengi eftir töskunum. Þegar við komum út úr flugstöðinni kom til okkar starfsmaður FLL og hjálpaði okkur við að kaupa lestarmiðana. Hann sagði okkur líka á hvaða brautarpall við áttum að fara. Við fórum inn í lest sem við vorum nokkuð viss um að væri að fara til Delft. Spurðum samt til að vera örugg og sá sem svaraði sagði að lestin færi ekki þangað en við gætum farið áfram þrjár lestarstöðvar og skipt þar um lest. Nú og auðvitað hlýddum við og fórum út með allt okkar hafurtask. En á þeirri lestarstöð var okkur nú sagt að lestin sem við vorum nýkomin úr væri að fara til Delft og við auðvitað inn í lestina aftur með allt okkar hafurtask. Og lestin endaði í Delft. Þegar við komum þar út var kominn steikjandi hiti. Fyrst máttum við burðast með draslið okkar töluverða leið. Á endanum komumst við þó þar sem bílar biðu eftir okkur og skutluðu okkur á hótelið. Mikið var gott að vera laus við töskur sem m.a. innihéldu steina og ösku úr bæði Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Smile

Eftir að hafa innritað okkur á hótelið settumst við aðeins niður í hótelgarðinum og einhverjir sleiktu sólina Cool . Svo ákváðum við að labba niður í bæ. Það var eitt nýtt sem við þurftum að læra í dag. Hér eru ótrúlega margir á hjólum og þeir gera ráð fyrir því þar sem gangstígur og hjólastígur eru á sama stað að gangandi vegfarendur labbi í beinni línu. Og það eru ekki bara reiðhjól á þessum stígum. Þarna eru líka vespur og bifhjól. Það var svo margt nýtt og spennandi að sjá það þar var erfitt að labba bara í beinni línu. Það gekk þó betur á heimleiðinni. 

Niðri í bæ sáum við helling af gömlum fallegum byggingum. Við borðuðum svo ljómandi góðan mat á kínversku veitingahúsi. Þegar við komum heim var haldinn fundur. Á morgun tekur alvara lífsins við og því er mikilvægt að vera vel hvíldur og vel stemmdur. Og það verður nú að viðurkennast að flestir eru orðnir þreyttir eftir langan og strangan dag. 

Meira á morgun - Frumurnar  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega á eftir að verða gaman hjá ykkur. Gaman að geta fylgst með ykkur hér. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 12:06

2 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel ,æðislegt að geta fylsgst með ykkur hérna.Gangi ykkur vel.

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjördís Skírnisdóttir
Hjördís Skírnisdóttir
Höfundur er annar af fararstjórum Legó hópsins Frumurnar sem fara á Evrópumótið í legó í Delft í Hollandi. Mótið verður 2. - 4. júní.

Færsluflokkar

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband