#83 - Hausmynd

#83

Leita í fréttum mbl.is

Keppninni nú lokið

Mörg okkar voru þreytt þegar við fórum á fætur í morgun því við vöknuðum fyrir sex. Enn einu sinni vorum við fyrst í rútuna sem átti að fara af stað klukkan sjö. Frakkarnir sem hafa verið með okkur í rútu komu aðeins of seint. Við vorum búin að keyra um það bil hálfan kílómeter þegar einhverjir Frakkanna fóru að skrækja. Það höfu nefnilega tveir úr liðinu gleymt að vakna í morgun. Bílstjórinn bakkaði til baka  og eftir smástund birtust drengirnir og við gátum farið af stað.

Þegar við komum á bílastæðið þar sem rúturnar stoppa sáum við nokkra pony hesta og auðvitað prófuðum við að kalla á þá. Og viti menn einn hestanna skildi íslensku og kom. Hann vildi meira að segja að láta klappa sér. 

Þegar við mættum á keppnisstaðinn héldum við áfram að kynna landið okkar, einhverjir fóru að blogga. Við hittum síðan dómarana sem  dæmdu róbótinn okkar. Og við áttum eftir að keppa einu sinni enn í brautinni. Það gekk bærilega. 

Eins og áður fengum við matarpoka sem við fórum með út í blíðuna. Eftir hádegið byrjaði úrslitakeppnina á róbótanum. Einhverjir úr hópnum létu sig hafa það að horfa á keppnina. Hitinn í dag var mikill og varla hægt að vera þarna inn. Mesti hitinn sem sást á símanum hans Eiríks í stóra salnum voru 36°C. Okkar fólk vildi því frekar vera úti og helst í skugga. Eftir úrslitakeppnina áttu allir að ganga frá kynningarbásunum. Askan okkar var búin og lítið orðið eftir af grjótinu. Við höfum líka fengið ýmis konar dót frá hinum liðunum.  Wink

Klukkan hálf fjögur byrjaði lokahátíðin. Hitinn var orðinn meiri og nánast óbærilegt að vera inni í stóra salnum. Það voru nokkur verðlaun fyrir hitt og þetta en keppnina unnu mætir menn og eflaust skyldir mæðgunum í ferðinni. Það voru sem sagt Þjóðverjar sem unnu.

Við komum heim á hótel rétt fyrir kvöldmat og skröltum út á Mcdonalds og borðuðum þar.

Eiríkur, Hjördís og Kristján segja að við höfum staðið okkur vel og verið landi og þjóð til sóma. Heart

Meira á morgun - kveðja Frumurnar.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjördís Skírnisdóttir
Hjördís Skírnisdóttir
Höfundur er annar af fararstjórum Legó hópsins Frumurnar sem fara á Evrópumótið í legó í Delft í Hollandi. Mótið verður 2. - 4. júní.

Færsluflokkar

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband