#83 - Hausmynd

#83

Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti alvöru dagurinn

Mikið var nú gott að geta sofið aðeins lengur í dag. Við mættum í morgunmat um níuleytið og strax á eftir héldum við fund. Þar var farið yfir dagsskrána og hvert okkar hlutverk væri. Joyful


Það kom svo rúta til að ná í okkur rétt um ellefu. Með okkur í rútunni voru líka lið frá Sádi Arabíu og Frakklandi. Krakkarnir frá Sádi Arabíu voru með trommur og héldu uppi fjöri í rútunni.


Þegar við komum í skólann þar sem keppnin fer fram tóku á móti okkur tvær konur, þær Hante og Zeineb. Þær eiga að fylgjast með að víð mætum á réttum tíma þar sem við þurfum að koma og eins að aðstoða ef þess þarf. Þær sögðu Eiríki hvert ætti að fara til að skrá okkur og því næst sýndu þær okkur svæðið og hvar við eigum að vera með okkar bás. Þær sáu einnig til þess að við fengjum að borða.


Eftir matinn byrjuðum við á því að setja upp básinn okkar. Við erum nú ekki með mikið dót miðað við marga aðra. En askan okkar úr Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hefur heldur betur slegið í gegn.
Það tók nokkurn tíma að setja upp básinn en okkur finnst hann bara snotur. Okkar hlutverk er m.a. að vera við básinn og vera tilbúin að tala við fólk og kynna landið okkar. Við hittum fólk í dag sem vissi ekki hvar Ísland er. Það var líka gaman að labba á milli og skoða og spjalla við aðra. Við erum búin að kynnast fullt af fólki í dag og eignast vini. Tvisvar sinnum fengum við að æfa okkur á brautinni og það gekk nú svona þokkalega. Halo


Klukkan sjö í kvöld fengum við síðan kvöldmat í risastóru mötuneyti í skólanum. Því næst var farið með okkur til baka á hótelið og þar héldum við fund. Dagurinn í dag var nefnilega til að koma sér fyrir og átta sig á aðstæðum. Á morgun byrjar keppnin sjálf fyrir alvöru og það verður nóg að gera. Það verður náð í okkur klukkan hálf átta í fyrramálið (klukkan hálf sex hjá ykkur heima) og síðan er dagskrá til 10 annað kvöld. Við þurfum að keppa með róbótinn tvisvar á morgun, flytja rannsóknarverkefnið, útskýra verkefnið og segja frá hvernig við unnum saman. Þá fáum við líka tíma til að æfa okkur í brautinni.

Áður en við fórum að sofa röltum við út í McDonalds og fengum ís. Það var frábært.
Upplifun okkar af deginum er frábær en samt svolítið skrítið að þurfa að tala svona mikið á ensku.

Vonandi gengur okkur vel á morgun - bestu kveðjur Frumurnar  Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjördís Skírnisdóttir
Hjördís Skírnisdóttir
Höfundur er annar af fararstjórum Legó hópsins Frumurnar sem fara á Evrópumótið í legó í Delft í Hollandi. Mótið verður 2. - 4. júní.

Færsluflokkar

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband