13.6.2011 | 17:19
Pizzuveisla og myndasýning
Þegar við vorum úti í Hollandi ákváðum við að halda myndasýningu fyrir foreldra okkar þegar við kæmum heim. Þá ætluðum við líka að gefa Eiríki klossann sem við máluðum í Hollandi sem hann getur átt til minningar um Frumurnar.
Myndasýningin var föstudaginn 10. júní heima hjá Ingu. Það var vel mætt. Allir krakkarnir mættu nema Sigrún Birna sem er enn í útlöndum. Þá komu foreldrar flestra krakkanna með. Við byrjuðum á því að borða pizzur og drekka gos. Síðan fékk Eiríkur klossann. Við höldum að hann hafi ekkert vitað um það þegar við vorum að mála klossann í Delft. Við rifjuðum líka upp úr ferðalaginu það var margt sniðugt sem gerðist og hægt er að hlæja að.
Þegar allir höfðu borðar fórum við inn og skoðuðum myndirnar og myndböndin. Allir skemmtu sér vel og Eiríkur var glaður með gjöfina. Allir eiga að fá eintök með myndunum til að eiga seinna meir.
Nú er ævintýrinu okkar lokið - það var frábært að fá tækifæri til að vera með og kynnast öllu því sem við upplifuðum í Hollandi.
Bestu kveðjur - Frumurnar
Athugasemdir
Þið eruð búin að standa ykkur svakalega vel og ég er ótrúlega stolt af því að eiga pínulítinn hluta í ykkur öllum:)
Kær kveðja
Ingibjörg kennari
Ingibjörg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.