#83 - Hausmynd

#83

Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta bloggið

Þetta er fyrsta bloggið á þessari síðu. Við erum 10 krakkar (8 stelpur og 2 strákar) í Legó-hópnum Frumurnar eða The Cells eins og við köllum okkur á ensku. Við ætlum að keppa á Evrópumóti sem verður haldið þann 2. - 4. júní í Delft í Hollandi. Með okkur koma 3 farastjórar. Það er Eiríkur liðstjóri (kennarinn okkar) og svo Stjáni og Hjördís.
Við áttum síðu sem er http://lego-frumurnar.bloggar.is/ en ekki var hægt að setja inn myndir nema að borga. Við tókum þá ákvörðun að fá okkur annað blogg því það er frítt. Það er mjög dýrt að fara í ferð til Hollands og höfum við bæði óskað eftir styrkjum auk þess sem við höfum sjálf safnað pening. Fjölmargir aðilar hafa lagt okkur lið og þökkum við þeim öllum fyrir.
Í dag fórum við í Landsbankann á Höfn en hann bæði styrkir okkur með fjárframlagi og gefur okkur krökkunum töskur fyrir ferðalagið. Þá fengum við líka afhentan styrk frá Kiwanisklúbbnum Ós en við hjálpuðum til við sölu K lykilsins í síðustu viku.
Það má lesa meira um legókeppnina á Íslandi heimasíðu keppninnar
http://firstlego.is/ og hér má lesa allt um mótið sem við erum að fara á.

Kveðja Frumurnar Grin


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Ljómandi góð síða

Einar

S. Einar Sigurðsson, 19.5.2011 kl. 20:38

2 identicon

Flott síða!

Sigrún Birna (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:34

3 identicon

Hugsa til ykkar. Hlakka til að heyra hvernig þið hafið það þarna úti. Gangi ykkur rosalega vel!

Íris Heiður (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hjördís Skírnisdóttir
Hjördís Skírnisdóttir
Höfundur er annar af fararstjórum Legó hópsins Frumurnar sem fara á Evrópumótið í legó í Delft í Hollandi. Mótið verður 2. - 4. júní.

Færsluflokkar

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband