20.5.2011 | 17:20
20. maí - áfram heldur undirbúningurinn
Hæ!
Við hittumst í dag klukkan hálf þrjú í dag og byrjuðum á því að æfa fyrirlesturinn og svara spurningum á ensku. Síðan sagði Eiríkur okkur frá dagskránni í Hollandi og hún lítur út fyrir að vera mjög spennandi. Þar næst fórum við í brautina og að vinna í gjafapokunum sem við ætlum að gefa hinum liðunum.
Og þar sem okkur gengur orðið svo vel í brautinni og eigum orðið auka tíma eftir þá erum við að vinna í því að bæta við nýju forriti.
Meira síðar og góða helgi :)
-Frumurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.