#83 - Hausmynd

#83

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

31. maí - loksins byrjar ferðalagið

Jæja, nú er þetta allt að fara að bresta á. Við erum sem sagt öll komin til Reykjavíkur. Einhverjir fóru snemma af stað en flestir fóru um þrjúleytið og það var grenjandi rigning alla leiðina. Við stoppuðum fyrst á Klaustri og síðan á Selfossi þar sem við fengum okkur KFC.

Þegar við komum í bæinn var haldinn fundur yfir það sem framundan er. Úff, við þurfum víst að vakna klukkan fjögur í nótt. Vonum að það gangi vel Grin.

-Frumurnar


Enn nóg að gera

Á þriðjudagskvöldið var haldinn fundur með foreldrum okkar. Við fluttum  verkefnið á ensku og fórum yfir fyrirkomulagið á ferðinni. Það gekk allt ljómandi vel. Smile

Í dag fimmtudag erum við búin að vera mjög dugleg. Eins og allir vita er búið að vera gos í Grímsvötnum frá því í siðustu viku. Sem betur fer virðist því vera að ljúka. Okkur datt í hug að það gæti verið gaman að fá ösku úr því gosi til að fara með sem minjagrip. Með töluverðri fyrirhöfn fengum við smávegis af ösku sem við erum nú búin að setja í litla poka og merkja. Þá fóru strákarnir og Ingibjörg V út í Ósland að tína slípaða steina en við ætlum líka að fara með þá sem minjagripi.

Þá erum við líka búin að æfa okkur svolítið í brautinni. Þetta fer nú allt að verða tilbúið Wink

bless í bili - Frumurnar Smile


23. maí

Í dag gerðum við helling. Við ákváðum hver gerir hvað í keppninni. Við erum búin að fá ösku úr gosinu í Eyjafjallajökli sem við ætlum að nota til að kynna Ísland. Við settum öskuna í poka og merktum. Síðan á föstudag erum við reyndar komin með nýtt gos og við erum að athuga hvort við getum fengið ösku þaðan. Við vonumst til að gosið hætti sem fyrst svo að við komust nú örugglega til Hollands.
Við æfðum okkur að lesa kynninguna, einhverjir æfðu sig í brautinni og þá æfðum við okkur í að útskýra brautina, róbótinn og forritin. Og nú megum við bara tala á ensku Cool.

Annað kvöld klukkan 8 verður fundur með foreldrum okkar. Við ætlum að flytja fyrirlestrana á ensku og leyfa foreldrum okkar að koma með spurningar. Þá verður líka farið yfir dagskrána í tengslum við ferðalagið. 

- Frumurnar! Happy


Smá blogg

Í dag ætlum við að skera út blöðin til að festa á gjafapokana. En allavega í gær náðum við að gera fótinn Grin ! Okkur gengur bara mjög vel í öllu. Við ætlum að taka smá helgarfrí nema þrjár stelpur sem ætla að skera blöðin út. Við hittumst hress og kát á mánudag og bloggum eitthvað og látum kannski myndir Smile.

Meira síðar!

- Frumurnar


20. maí - áfram heldur undirbúningurinn

Hæ!

Við hittumst í dag klukkan hálf þrjú í dag og byrjuðum á því að æfa fyrirlesturinn og svara spurningum á ensku. Síðan sagði Eiríkur okkur frá dagskránni í Hollandi og hún lítur út fyrir að vera mjög spennandi. Þar næst fórum við í brautina og að vinna í gjafapokunum sem við ætlum að gefa hinum liðunum.

Og þar sem okkur gengur orðið svo vel í brautinni og eigum orðið auka tíma eftir þá erum við að vinna í því að bæta við nýju forriti.

Meira síðar og góða helgi :)

-Frumurnar


Fyrsta bloggið

Þetta er fyrsta bloggið á þessari síðu. Við erum 10 krakkar (8 stelpur og 2 strákar) í Legó-hópnum Frumurnar eða The Cells eins og við köllum okkur á ensku. Við ætlum að keppa á Evrópumóti sem verður haldið þann 2. - 4. júní í Delft í Hollandi. Með okkur koma 3 farastjórar. Það er Eiríkur liðstjóri (kennarinn okkar) og svo Stjáni og Hjördís.
Við áttum síðu sem er http://lego-frumurnar.bloggar.is/ en ekki var hægt að setja inn myndir nema að borga. Við tókum þá ákvörðun að fá okkur annað blogg því það er frítt. Það er mjög dýrt að fara í ferð til Hollands og höfum við bæði óskað eftir styrkjum auk þess sem við höfum sjálf safnað pening. Fjölmargir aðilar hafa lagt okkur lið og þökkum við þeim öllum fyrir.
Í dag fórum við í Landsbankann á Höfn en hann bæði styrkir okkur með fjárframlagi og gefur okkur krökkunum töskur fyrir ferðalagið. Þá fengum við líka afhentan styrk frá Kiwanisklúbbnum Ós en við hjálpuðum til við sölu K lykilsins í síðustu viku.
Það má lesa meira um legókeppnina á Íslandi heimasíðu keppninnar
http://firstlego.is/ og hér má lesa allt um mótið sem við erum að fara á.

Kveðja Frumurnar Grin


Höfundur

Hjördís Skírnisdóttir
Hjördís Skírnisdóttir
Höfundur er annar af fararstjórum Legó hópsins Frumurnar sem fara á Evrópumótið í legó í Delft í Hollandi. Mótið verður 2. - 4. júní.

Færsluflokkar

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband